Handgerð tré í þremur stærðum

Trén fást ómáluð, ljósgræn eða dökkgræn.

UPPSELT

YRKI 45

Yrki er til dæmis upplagt fyrir skartgripina og hálsfestarnar.

ÞÖLL 65

ÞÖLL má nota sem skreytingu í veislum og hengja á það hluti sem undirstrika þemað í veislunni.

ÞINUR 110

Þin má til dæmis nota í barnaherbergið til að hengja

á ýmsa hluti eða sem hengi fyrir treflana, slæðurnar og hálsbindin

í svefnherberginu. Þin má líka nota sem fjölskyldutré eða minningatré

og hengja á það hluti sem eru hjartfólgnir fjölskyldunni.

Trén koma ósamsett í fallegum strigapokum sem hægt er að nota aftur jól eftir jól

Hugmyndin að trjánum kemur frá jólatrjám sem voru á íslenskum og skandinavískum heimilum á fyrri hluta síðustu aldar. Oftast smíðaði fólk sín eigin tré úr því efni sem féll til og skreytti þau gjarnan með mosa og lyngi, stundum voru sett lítil kerti á greinarnar í þar til gerðum klemmum. Síðar voru þau t.d. skreytt með heimagerðum, fléttuðum hjörtum og kramarhúsum úr pappír sem hengd voru á greinarnar.

ÞIN, ÞÖLL og YRKI er hægt að nota við ýmis tækifæri

 

Í skírnarveislu mætti hengja á tréð litla sokka vettlinga, hringlur, og hvað eina sem litla barnið fær í skírnargjöf. Eða bara kortin og kveðjurnar.  Stúdentaveislur,brúðkaupsveislur,  fermingarveislur, afmælisveislur, þemavköld, eða páskarnir eru tilvalin tilefni til að skreyta trén, eina sem þarf er að sleppa ímyndunaraflinu lausu.

 

Góða skemmtun!

© 2012 DEMO handverk - allur réttur áskilin - gsm: 895 5752 eða 844 9259 - netfang: demohandverk@demohandverk.is

© 2012 DEMO handverk - allur réttur áskilin - gsm: 895 5752 eða 844 9259 - netfang: demohandverk@demohandverk.is